Undirtitill

Á milli titils og undirtitils skal vera tvípunktur. Bil er á milli tvípunkts og undirtitils bæði í tilvísunum og heimildaskrá. Undirtitill á alltaf að byrja á hástaf.

Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj. Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell.

Weiss, Andrea. In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story. Chicago: University of Chicago Press, 2008.

Stundum eru tveir undirtitlar á verki. Þá er tvípunktur á undan þeim fyrsta en semíkomma á undan þeim seinni. Seinni undirtitill byrjar á hástaf eins og sá fyrri.

Sereny, Gitta. Cries Unheard: Why Children Kill; The Story of Mary Bell. New York: Metropolitan Books / Henry Holt, 1999.