Greinarmerki í titlum

Titlar eldri verka mega halda upprunalegri greinarmerkjasetningu sinni og stafsetningu.


Gæsalappir hluti af titli

Ef gæsalappir eru hluti af titli bókar eiga þær að halda sér í skráningu heimildarinnar.

Athugð að ef útlendar gæsalappir (“ og “) eru hluti af titili skal ekki breyta þeim í íslenskar gæsalappir („ og “)

“An Artist Is His Own Fault”: John O’Hara on Writers and Writing.


Spurningarmerki og upphrópunarmerki í bókatitlum

Þegar megintitill endar á spurningamerki eða upphrópunarmerki er engum tvípunkti bætt við á undan undirtitlinum. Þegar spurningamerkið eða upphrópunarmerkið er innan gæsalappa á þó að vera tvípunktur á undan undirtitlinum.

What Time Is It? You Mean Now? Advice for Life from the Zennest Master of Them All, with Dave Kaplan.

Her Husband Was a Woman! Women’s Gender-Crossing and British Popular Culture.