Titill verks

Grundvallarreglan er sú að titlar heildarverka skulu vera skáletraðir.
Stafsetning, skammstöfun og greinarmerkjasetning titla eiga að halda sér með örfáum undantekningum.
Orð sem skráð eru með fullum hástöfum í upphaflegum titli eiga að vera skráð með há- og lágstöfum í heimildaskrá. Breyta skal & í „og“.

Langar tilvísanir

1. Elizabeth Gilbert, Eat, Pray, Love: One Woman’s Search for Everything across Italy, India, and Indonesia (New York: Viking, 2006), 23.

2. Guðrún Helgadóttir, Sitji guðs englar (Reykjavík: Iðunn, 1983).

3. F. A. Hayek, The Road to Serfdom, með nýjum inngangi eftir Milton Friedman (Chicago: University of Chicago Press, 1994), 14.

Stuttar tilvísanir 

16. Gilbert, Eat, Pray, Love, 23.

17. Guðrún Helgadóttir, Sitji guðs englar.

18. Hayek, The Road to Serfdom, 14.

Heimildaskrá

Gilbert, Elizabeth. Eat, Pray, Love: One Woman’s Search for Everything across Italy, India, and Indonesia. New York: Viking, 2006.

Guðrún Helgadóttir. Sitji guðs englar. Reykjavík: Iðunn, 1983.

Hayek, F. A. The Road to Serfdom. Með nýjum inngangi eftir Milton Friedman. Chicago: University of Chicago Press, 1994.


Hástafir í bókatitlum

Íslenska titla skal skrá þannig að upphafsstafur titils, upphafsstafur undirtitils og öll sérnöfn skulu vera með hástaf.

Höfundur Íslands.

Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur.

Sitji guðs englar.

Enska bókatitla og undirtitla skal skrá þannig að fyrsta og síðasta orð titilsins og undirtitils og öll meiri háttar orð séu með hástöfum.

In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story.

The Fifth Miracle: The Search for the Origin and Meaning of Life How to Do It: Guides to Good Living for Renaissance Italians.


Undirtitill
Skáletruð orð í bókatitlum
Greinarmerki í titlum
Langir titlar
Þýddir titlar
Endurprentanir og endurútgáfur