Höfundar innganga og eftirmála

Höfunda innganga, formála, aftanmálsorða, eftirmála og þess háttar er aðeins getið í tilvísunum og heimildaskrá ef það skiptir máli. Taka þarf afstöðu til þessa í hvert skipti.

Löng tilvísun

1. F. A. Hayek, The Road to Serfdom, með nýjum inngangi eftir Milton Friedman (Chicago: University of Chicago Press, 1994).

Heimildaskrá

Hayek, F. A. The Road to Serfdom. Með nýjum inngangi eftir Milton Friedman. Chicago: University of Chicago Press, 1994.