Prófarkalesturstákn

Hefð er fyrir því að nota ákveðin tákn í prófarkalestri. Táknin eiga að tryggja að það sé alveg ljóst hvernig á að leiðrétta textann því sá sem les textann yfir er yfirleitt ekki sá sami og færir inn leiðréttingarnar. Táknin eru líka mjög gagnleg fyrir þá sem lesa yfir og leiðrétta eigin texta.

Prófarkalesturstákn eru þrenns konar:

 • staðsetningartákn
  •  þar sem þarf að leiðrétta/breyta
  •  endurtekin á spássíu til að leiðréttingin sjáist betur
 •  athafnartákn eru á eftir staðsetningartákni á spássíu; þau sýna breytingu
 •  staðsetningar- og athafnartákn
  • merkja staðinn og sýna breytinguna
  • endurtekin á spássíu eins og staðsetningartákn

Staðsetningartákn
Staðsetningartákn merkja öll það sama en eru af margvíslegu tagi. Sé gerð fleiri en ein leiðrétting í sömu línu þarf að nota mismunandi staðsetningartákn fyrir hverja leiðréttingu því annars er hætta á misskilningi.

 

Prófarkalesturstákn

 

 

Síðast uppfært 08/11/2013

Share