Prófarkalestur

Prófarkalestur er lestur á texta sem á að vera orðinn endanlegur, t.d. bók eða grein sem er á leið í prentun eða ritgerð sem nemandi er að fara að skila.

Prófarkalesari leiðréttir hvers konar villur, t.d. stafsetningarvillur, innsláttarvillur og villur eða ósamræmi í uppsetningu. Hann þarf því að kunna stafsetningu og greinarmerkjasetningu til hlítar, koma auga á ósamræmi í uppsetningu og frágangi og vera vandaður og nákvæmur í vinnubrögðum. Hann þarf einnig að þekkja vel almenn viðmið um vandað mál.

Hjálpargögn við prófarkalestur:

 

Síðast uppfært 14/01/2014

Share