Handritalestur

Handritalesari les uppkast eða texta á vinnslustigi. Handritalesari gerir m.a. athugasemdir við efnisafmörkun, röksemdafærslu, uppbyggingu, mat og meðferð heimilda og mál og stíl. Kennarar eru yfirleitt í hlutverki handritalesara þegar þeir fara yfir ritgerðir nemenda sinna.

Handritalesari þarf að geta 

  • greint brotalamir í byggingu texta
  • bent á það sem betur má fara í málnotkun
  • tekið eftir ósamræmi og göllum í röksemdafærslu
  • metið fræðilega kunnáttu og færni höfundar

 

Síðast uppfært 14/01/2014

Share