Yfirlestur

Til er tvenns konar yfirlestur á texta

  • Handritalestur: Lestur sem miðast að því að gera efnislegar athugasemdir við textann
  • Prófarkalestur: Lestur sem miðast að því að leiðrétta hvers konar villur í textanum

Skilin þarna á milli eru þó ekki alltaf skörp.

Kennari sem les yfir uppkast að ritgerð nemanda er yfirleitt bæði prófarkalesari og handritalesari.

Ekki er þó víst að sami maður sé góður í hvorutveggja því prófarkalestur reynir fyrst og fremst á vandvirkni en handritalestur reynir á gagnrýna hugsun og þekkingu

Æskilegt er að nemandi lesi yfir námsritgerð áður en henni er skilað bæði sem prófarkalesari og handritalesari en það er líka gott að geta fengið yfirlestur frá öðrum.

 

Síðast uppfært 97/11/2013

Share