Viðtalsfundir

RitunarverkefniFyrir hverja eru viðtalsfundir?
Viðtalsfundirnir standa öllum nemendum Háskóla Íslands til boða, þ.e. grunn- og framhaldsnemum úr öllum sviðum, deildum og námsgreinum. Viðtalsfundirnir eru ókeypis.

Hverjir sjá um viðtalsfundi?
Um fundina sjá ráðgjafar sem eru meistara- eða doktorsnemar á Hugvísindasviði HÍ. Umsjónarmaður ritversins sér einnig um fundi eftir því sem þörf krefur.

Hvers konar verkefni er hægt að koma með í ritverið?
Nemendur geta komið með skrifleg verkefni af ýmsu tagi í ritverið, t.d. lokaritgerðir, námskeiðsritgerðir, skýrslur, dagbækur, stutt heimaverkefni og fleira. Það skiptir ekki máli hversu langt verkefnin eru komin. Þið skulið því ekki hika við að koma til okkar með verkefni sem eru enn á hugmyndastiginu.

Vinsamlegast athugið að ritverið býður ekki upp á prófarkalestur. Góð ráð um prófarkalestur er að finna hér.

Hvað er gert á viðtalsfundum?
Ráðgjöfin sem veitt er á viðtalsfundunum snýst fyrst og fremst um afmörkun efnis, rannsóknarspurningu, röksemdafærslu, uppbyggingu texta, mál og stíl, mat og meðferð heimilda, heimildaskráningu, uppsetningu o.þ.h. Ráðgjöfin er almenns eðlis og ætti því að vera góð viðbót við þær sérfræðilegu leiðbeiningar sem nemendur fá frá kennurum og öðrum fræðimönnum á tilteknu sviði.

 

Síðast uppfært 16/01/2014

Share