Um ritverið

Kort af haskolasvaedinu

Smelltu á kortið til að sjá stærri mynd.

Í Ritveri Hugvísindasviðs geta allir nemendur HÍ pantað viðtalsfund á Þjóðarbókhlöðu eða Nýja-Garði og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum eða öðrum skriflegum verkefnum.

Nemendur geta fengið aðstoð við efnisafmörkun, rannsóknarspurningu, mál og stíl, uppbyggingu, heimildamat, heimildatilvísanir, heimildaskrá, frágang, útlit og fleira. Við vonum að nemendur HÍ nýti sér þjónustu ritversins sem allra best og við hlökkum til að sjá ykkur.

Hlutverk ritvers

Ritver Hugvísindasviðs veitir nemendum innan sem utan sviðsins aðstoð við stórar og smáar ritsmíðar.

Ritverið býður upp á  viðtalsfundi og námskeið tengd ritun og ritgerðasmíð. Markmið ritversins er meðal annars að stuðla að því að nemendur skrifi betur og meira um viðfangsefni sín í náminu og styðja kennara í því að gera kröfur til ritsmíða og meta þær.

Nánari upplýsingar um starfsmenn ritversins.

Um vefinn

______________________________________________

Annað

Hlekkir á erlend ritver víðs vegar um heim.

_______________________________________________________

Síðast uppfært 05/01/2014

 

Share