Ritvinnsla

WORD

word

Word frá Microsoft Office er öflugt ritvinnsluforrit og hægt er að keyra það bæði á Windows og Mac. Greiða þarf fyrir forritið. Word er mest notaða ritvinnsluforritið meðal nemenda Háskóla Íslands. Office-pakkinn svonefndi, sem Word er hluti af, er aðgengilegur í öllum tölvum í tölvuverum RHÍ á háskólasvæðinu. Upplýsingar og leiðbeiningar um þennan ritvinnslupakka frá RHÍ er að finna hér.

Námskeið Baldurs Sigurðssonar í Word

pages

PAGES

Pages er hluti af iWorks-ritvinnslupakkanum frá Apple. Hingað til hefur þurft að greiða fyrir að hlaða forritinu niður en nú stendur til að það verði ókeypis, þ.e. hluti af stýrikerfinu.

Leiðbeiningabæklingur (pdf):

OPEN OFFICE

openoffice

Open office er ókeypis hugbúnaður og hægt að keyra hann bæði á Windows og Mac.

Leiðbeiningar og aðstoð
Leiðbeiningar fyrir þá sem eru vanir Microsoft Office

SCRIVENER

Scrivener er ritvinnsluforrit bæði fyrir Mac og Windows. Þetta er verðlaunaður hugbúnaður sem er sérhannaður fyrir ritgerðir, skýrslur, leikrit, skáldsögur og fleira. Borga þarf fyrir forritið.

Leiðbeiningar og aðstoð 

MIKTEX

MiKTeX er ritvinnsluforrit sem er sérstaklega hannað fyrir stærðfræðitákn og formúlur.

Upplýsingar um grunnuppsetningu á LaTeX skjali, þ.m.t. fyrir íslensku

Síðast uppfært: 12/3/2014

Share