Rannsóknarspurning

Rannsóknarspurning er vinnutæki sem hjálpar nemandanum að afmarka viðfangsefnið og hún getur breyst meðan á ritun stendur.

Góð rannsóknarspurninghugsa

 •  markar stefnu ritgerðarinnar með því að biðja um rökstutt svar
 • spyr um aðalatriði og lýsir því sem er til umfjöllunar
 • tengir saman upphaf og endi ritgerðar
 • auðveldar höfundi að byrja að skrifa og komast á leiðarenda

Góð rannsóknarspurning

 • spyr um tengsl og ástæður
 • Hvers vegna …?
 • Hvaða áhrif hefur A á B?
 • Hver eru tengsl A og B?
 • Hvers vegna eru engin tengsl á milli A og B?

Er rannsóknarspurningin gölluð?

 • Er spurningin of víð? Þarf að afmarka hana betur?
 • Er spurningin of þröng? Er hægt að svara henni með já eða nei?
 • Er búið að svara spurningunni? Þá verður ritgerðin að greinargerð þar sem svör annarra eru rakin.

Það er spurning!

 • Ein spurning – ein ritgerð
 • Tvær spurningar – tvær ritgerðir

Tilgáta um svar

Höfundur á helst að hafa einhverja hugmynd um svarið við rannsóknarspurningunni.

Tilgátan

 • greinir á milli aðal- og aukaatriða
 • þarf ekki að vera rétt
 • má kalla á endurskoðun
 • þarf að vera í samræmi við rannsóknarspurninguna

Að ætla sér um of

 • Betra er að segja mikið um lítið en lítið um mikið.
 • Varist að „stikla á stóru“.

 

Síðast uppfært 07/11/2013

Share