Bygging ritgerða

Inngangurbuildingup

 • Efnið kynnt fyrir lesandanum
 • Efnið afmarkað með rannsóknarspurningu
 • Tilgáta að svari við rannsóknarspurningunni sett fram

Meginmál

 • Fjallaðu um rannsóknarefnið
  • Ekki fara út í aðra sálma
 • Byggðu efnisgreinar vel upp og hafðu þær hæfilega langar (ca. 3-15 línur)
  • Annað ruglar lesendur
 • Vitnaðu til heimilda með gagnrýnum huga
  • Ekki taka upp umhugsunarlaust það sem aðrir hafa sagt
 • Svaraðu rannsóknarspurningunni á skilmerkilegan hátt
  • Annars skilur ritgerðin lítið eftir sig

Lokaorð/Niðurlagbuilder

 • Þröngt: Var tilgátan að svari rétt?
 • Hnýttu alla lausa enda sem til umræðu voru í meginmáli
 • Vítt: Ljúktu ritgerðinni með almennri umræðu um efnið
 •  Gömul klassík – en ekki góð
  • „Ég vona að amma fyrirgefi mér allar stafsetningarvillurnar“
  • „Gaman hefði verið að skoða X og Y en ekki var tími til þess“
  • „Vonandi verða allir sammála um þetta efni innan tíðar“
  • „Mér fannst ofsalega gaman að skrifa þessa ritgerð og mikil vinna fór í hana“
  • „Vonandi kemur þessi ritgerð einhverjum að gagni“
  • „Kannski skrifa ég meira um þetta efni síðar, hver veit!“

 

Síðast uppfært 22/01/2014

Share