Námskeið um Endnote (Mac)

Á föstudaginn 23. september verður námskeið um Endnote endurtekið en að þessu sinni verður það sérsniðið að MacOS. Námskeiðið verður haldið í kennslustofunni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13.

Sýnt verður hvernig á að frumskrá heimildir í EndNote og sækja úr gagnasöfnum, hvernig hægt er að sækja tilvísanir beint úr EndNote og hvernig forritið setur upp heimildaskrá eftir öllum helstu stöðlum. EndNote-hugbúnaðinn má sækja ókeypis (ásamt leiðbeiningum) á Uglu undir tölvuþjónusta – hugbúnaður. Mikilvægt er að vera búinn að setja upp EndNote áður en námskeiðið hefst en hægt er að snúa sér til Reiknistofnunar á Háskólatorgi ef notendur lenda í vandræðum.

Kennari er Erlendur Már Antonsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Til að fá frekari upplýsingar um námskeiðin má hafa samband við hann á netfangið erlendur@landsbokasafn.is.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst HÉR

Share

Námskeið um Endnote (Windows)

Fimmtudaginn 15. september stendur Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fyrir námskeiði í EndNote í samvinnu við Ritver Hugvísindasviðs. Námskeiðið verður haldið í kennslustofunni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13. Námskeiðið á fimmtudag er fyrir Windows en viku síðar verður námskeiðið endurtekið fyrir notendur MacOS og verður það nánar auglýst síðar.

Sýnt verður hvernig á að frumskrá heimildir í EndNote og sækja úr gagnasöfnum, hvernig hægt er að sækja tilvísanir beint úr EndNote og hvernig forritið setur upp heimildaskrá eftir öllum helstu stöðlum. EndNote-hugbúnaðinn má sækja ókeypis (ásamt leiðbeiningum) á Uglu undir tölvuþjónusta – hugbúnaður. Mikilvægt er að vera búinn að setja upp EndNote áður en námskeiðið hefst en hægt er að snúa sér til Reiknistofnunar á Háskólatorgi ef notendur lenda í vandræðum.

Kennari er Erlendur Már Antonsson, starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Til að fá frekari upplýsingar um námskeiðin má hafa samband við hann á netfangið erlendur@landsbokasafn.is.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst HÉR

Share

Námskeið um heimildaleit

Ritver Hugvísindasviðs og Landsbókasafn-Háskólabókasafn standa fyrir námskeiði í heimildaleit næstkomandi þriðjudag. Kynnt verða helstu tæki til heimildaleitar, þ.e. leitarvélar og rafræn gagnasöfn, en einnig verður fjallað um leitartækni.

Námskeiðið verður haldið í kennslustofunni á 4. hæð Þjóðarbókhlöðunnar, þriðjudaginn 13. september kl. 12.00–13.00. Hámarksfjöldi er 30 og því er skráning nauðsynleg HÉR

Share

Viðtalstímum fjölgar / Appointments this semester

Í næstu viku fjölgar viðtalstímum ritversins á Þjóðarbókhlöðu og munu ráðgjafar okkar taka á móti nemendum sem hér segir:
Þriðjudaga 10–13
Miðvikudaga 13–16
Föstudaga 13–16

Hér má bóka tíma

Ritver Menntavísindasviðs mun bjóða upp á vaktir á Þjóðarbókhlöðu mánudaga og fimmtudaga. Við vekjum athygli á þeirri nýjung að á fimmtudögum er ráðgjafi á vakt sem hefur mikla þekkingu á skrifum á ensku.

The schedule for the whole semester at the National Library will be as follows:
Tuesdays 10–13
Wednesdays 12–16
Fridays 13–16

Book appointments here

Our colleagues from the Writing Center at the School of Education will also offer appointments at the Library on Mondays and Thursdays. Note that on Thursdays the tutor is specialised in English writing.

Share

Viðtalstímar í ágúst / Appointments in August

Ritverið opnar aftur eftir sumarfrí 10. ágúst en fyrst um sinn verða viðtalstímar aðeins einu sinni viku, miðvikudaga kl. 13.-16 á Þjóðarbókhlöðu. Opið er fyrir bókanir hér. Ekki hika við að hafa samband á ritver@hi.is ef ykkur vantar aðstoð og þið komist ekki í þessa viðtalstíma.

The Writing Center is open again after summer vacation and offers appointments on Wednesdays in August from 13-16 in the National Library. Appointments can be booked here. Feel free to contact us at ritver@hi.is if you have any questions or need assistance.

 

Share

Sumarfrí/Break

Ritverið er komið í sumarfrí en við opnum aftur 10. ágúst og verðum þá með viðtalsfundi á Þjóðarbókhlöðunni.

We are now closed for the summer but we will open again August 10th and offer appointments in the National Library.

Share

Enn fleiri aukatímar / Even more extra appointments

Vegna mikillar aðsóknar bjóðum við enn upp á fleiri 30 mínútna aukatíma á mánudaginn 9. maí í Nýja-Garði, stofu 005 frá 14:00-17:00. Fundirnir eru 30 mínútur og einkum hugsaðir fyrir tæknileg atriði, svo sem sniðmát og frágang fyrir prentun. Hægt er að bóka HÉR

Due to high demand we have added even more 30 minute appointments on Monday 9 May at 14:00–17:00 in Nýi-Garður, room 005. The appointments are mainly for technical assistance (templates etc.) and can be booked HERE.

Share

Fleiri aukatímar/More extra appointments

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við fleiri 30 mínútna fundum á morgun (fimmtudaginn 5. maí) en þeir eru einkum hugsaðir fyrir tæknileg atriði, eins og t.d. sniðmát og ritvinnslu. Smellið hér til að bóka tíma og athugið að við verðum á Háskólatorgi (því Nýi-Garður er lokaður).

Due to high demand we have added more 30 minute appointments tomorrow (Thursday May 5th) and they are mainly for technical assistance (with templates, word processing etc.). You can book an appointment here and please note that we will be at Háskólatorg.

Share

Aukaviðtalsfundir/Extra appointments

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við sex 30 mínútna fundum á fimmtudaginn (5. maí) en þeir eru einkum hugsaðir fyrir tæknileg atriði, eins og t.d. sniðmát og ritvinnslu. Smellið hér til að bóka tíma og takið eftir að þennan dag verðum við á Háskólatorgi (því Nýi-Garður er lokaður).

Due to high demand we have added six 30 minute appointments next Thursday (May 5th) and they are mainly for technical assistance (with templates, word processing etc.). You can book an appointment here and please note that we will be at Háskólatorg.

Share

Sniðmát/Templates

Við aðstoðum nemendur HÍ með sniðmát lokaverkefna á Háskólatorgi miðvikudaginn 4. maí, kl. 11.00-12.30. Þeir sem ekki komast á þessum tíma geta bókað tíma í ritverinu til að fá aðstoð við sniðmát.

We will assist students of the university with templates on Háskólatorg next Wednesday at 11.00-12.30. Those who cannot make it can book an appointment in the writing center to get help with templates.

Share