Lokaverkefni

Nám við Háskóla Íslands skiptist í meginatriðum í tvennt, grunnnám og framhaldsnám. Grunnnámi lýkur með BA-, BS- eða B.Ed-gráðu en framhaldsnámi með MA-, MS- eða M.Ed-prófi. Einnig er hægt að ljúka doktorsprófi (Ph.d)  í ýmsum greinum. 

Til að fá ákveðna námsgráðu þurfa nemendur að ljúka lokaverkefni/lokaritgerð. Nemendur skrá sig í lokaverkefni á Uglu eins og hvert annað námskeið. Leiðbeinandi hefur umsjón með lokaverkefni hvers og eins nemanda.

Ýmsar reglur gilda um lokaverkefni og þær er alla jafna að finna á heimasvæði viðeigandi deilda á vef Háskóla Íslands.

Aðstoð við lokaverkefni í ritverinu

Viðtalsfundir
Bæði grunn- og framhaldsnemar geta fengið aðstoð með lokaverkefni sín í Ritveri Hugvísindasviðs.  Ráðgjafar ritversins gefa góð ráð um uppbyggingu, mál og stíl, efnisafmörkun, heimildanotkun, heimildaskráningu, uppsetningu og fleira. Þessar ráðleggingar eru almenns eðlis og koma alls ekki í stað þeirrar sérfræðiþekkingar sem nemendur geta sótt til leiðbeinenda sinna.

Námskeið
Ritver Hugvísindasviðs stendur fyrir reglulegum námskeiðum eða fræðslufundum bæði á vor- og haustmisseri. Námskeið í tengslum við heimildaskráningu og sniðmát ættu að gagnast vel þeim sem huga að lokarverkefnisskrifum. Auk þess eru haldin sérstök námskeið fyrir þá sem eru að byrja á lokaritgerð. Fylgist með framboðinu á námskeiðasíðunni okkar.

sniðmát

Nær öll lokaverkefni þurfa að vera sett upp samkvæmt ákveðnu sniðmáti.
Bæði á vor- og haustmisseri eru haldnar vinnustofur í ritvinnslu og sniðmátum. Þær eru ókeypis og opnar öllum nemendum Háskóla Íslands.

Síðast uppfært 21./1/2015

Share