Ábyrgð höfundar

Stundum gerir höfundur sig samábyrgan því sem stendur í heimild með orðalaginu og segir til dæmis:

  • X hefur sýnt fram á að…

Með því að nota sagnasambandið sýna fram á segir höfundur að hann sé sammála því sem í heimildinni stendur og dragi það ekki í efa.

Yfirleitt er betra að taka ekki afstöðu og nota hlutlausara orðalag:

  • X telur að…
  • X hefur leitt rök að því að…
  • X hefur sett fram þá skoðun að…

Með þessu móti kemst höfundur hjá því að gera sig samábyrgan því sem stendur í heimild. Af orðalaginu er ljóst að það sem X hefur skrifað er ekki óhagganleg staðreynd að mati höfundar heldur eitthvað sem draga má í efa og jafnvel andmæla kröftuglega.

Síðast uppfært 14/01/2014

Share