Chicago-staðall

Chicago-staðallinn svokallaði er notaður í mörgum deildum Háskóla Íslands. Nýjustu útgáfu Chicago-staðals er að finna í 16. útgáfu The Chicago Manual of Style. Chicago-staðall tekur til tveggja tegunda heimildaskráningarkerfa. Annars vegar kerfi þar sem notaðir eru tilvísanasvigar í meginmáli með heimildaskrá og hins vegar kerfi þar sem tilvísanir eru staðsettar í neðanmáls- eða eftirmálsgreinum. Aftast er svo heimildaskrá.

Ritver Hugvísindasviðs hefur staðið fyrir gerð vefsvæðis sem kallast Chicago-vefurinn. Þar er að finna leiðbeiningar sem miðast við neðanmáls- og aftanmálsgreinakerfi Chicago-staðalsins.

Share

Leave a Reply