Category Archives: Ritver

Ný heimasíða / New webpage

Heimasíða ritversins hefur verið færð á: ritverhug.hi.is

The writing center has a new webpage in English here: ritverhug.hi.is

Share

Námskeið: Lokaritgerðir í grunnnámi, fyrstu skref.

Miðvikudaginn 1. febrúar verður haldið stutt námskeið um fyrstu skref við vinnu lokaritgerða í grunnnámi. Námskeiðið er fyrir alla nemendur HÍ.

Þetta er kjörið námskeið fyrir þá sem eru að hefja vinnu við BA/BS/BEd.-ritgerðir og stefna að skilum í vor. Hér verður farið yfir hagnýt atriði sem auka líkurnar á því að vinnan fram undan verði markviss og árangursrík. Í upphafi er mikilvægt að huga að skipulagi, efnisafmörkun, vali á heimildum, hlutverki leiðbeinenda og markmiði með skrifum. Farið verður yfir öll þessi atriði og fleiri til að auðvelda nemendum fyrstu skrefin í smíði lokaritgerðar.

Staður: Þjóðarbókhlaðan, fyrirlestrarsalur 2. hæð.
Stund: Miðvikudagur 1. febrúar kl. 12.00–13.00.
Skráning fer fram HÉR

Share

Vinnustofur fyrir BA- og BS-ritgerðir

Á þessu misseri mun Ritver Hugvísindasviðs bjóða upp á vinnustofur fyrir nemendur sem eru að skrifa BA- eða BS-ritgerð. Vinnustofurnar eru opnar öllum nemendum Háskóla Íslands, óháð fræðasviði og námsgrein. Þær verða haldnar alls fjórum sinnum yfir misserið. Þar verður fjallað um helstu vandamál sem tengjast lokaritgerðum, t.d. efnisval, efnisafmörkun, heimildaskráningu, heimildaleit, textavinnu og fleira.

Nemendur geta valið um tvær tímasetningar, miðvikudagana 1. feb, 22. feb, 15. mars og 5. apríl kl. 16.00 eða fimmtudagana 2. feb, 23. feb, 16. mars og 6. apríl kl. 11.40.

Gert er ráð fyrir að á hverjum fundi verði fjallað um afmarkað efni eins og sýnt er hér að neðan en nemendum gefist einnig kostur á að deila reynslu sinni af ritgerðaskrifum og spyrja spurninga.

1. tími Reglur um BA-/BS-ritgerðir, efnisafmörkun og rannsóknarspurning
2. tími: Heimildir: leit, skráning og mat
3. tími: Glíman við textann
4. tími: Frágangur, yfirlestur og sniðmát

Skráning fer fram á ritver@hi.is eða með skilaboðum á Facebook síðu Ritvers Hugvísindasviðs og mælt með því að nemendur skrái sig sem fyrst því hámarskfjöldi á hvora vinnustofu er 15.

Share

Viðtalstímar á vormisseri

Ritver Hugvísindasviðs mun bjóða upp á viðtalsfundi á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar fjóra daga í viku á vormisseri en samstarfsfólk okkar hjá Ritveri Menntavísindasviðs verður tvisvar í viku.

Dagskráin er sem hér segir:

Mánudagar 11.00-14.00
Þriðjudagar 9.30-12.30
Miðvikudagar 12.00-15.00
Föstudagar 13.00-16.00

Ritver Menntavísindasviðs verður á þriðjudögum 12.30-15.30 og fimmtudögum 12.00-16.00.

Smellið hér til þess að bóka tíma.

Share

Ritverið komið í jólafrí / Christmas break

Ritver Hugvísindasviðs óskar öllum nemendum HÍ gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir árið sem er að líða.  Við munum bjóða upp á viðtalsfundi frá og með 3. janúar og er opið fyrir bókanir hér. Vekjum einnig athygli á að Ritver Menntavísindasviðs mun bjóða eina vakt á Þjóðarbókhlöðunni 29. desember. Einnig má hafa samband við okkur í tölvupósti (á netfangið ritver@hi.is) ef þið lendið í vandræðum.

The Writing Center of the Humanities wishes all students of the university a Merry Christmas and a Happy New Year. We will offer individual appointments from 3 January and they can be booked here. If you have any questions or problems don’t hesitate to contact us via e-mail (ritver@hi.is).

Share

Fleiri tímar næstu vikur / Appointments added to the schedule

Nú líður að misserislokum og styttist í lok hjá þeim sem ætla að skila ritgerðum í janúar. Við bendum fólki að fylgjast vel með því að við bætum við aukaviðtalstímum eftir eftirspurn. Endilega hafið einnig samband á ritver@hi.is ef þið lendið í vandræðum. Bókið hér.

The end of term is approaching and the writing center is getting busier. We will add extra appointments to our schedule to meet this need. Don’t hesitate to contact us at ritver@hi.is if you have questions or need further assistance. Book appointments here. 

Share

Nýtið viðtalstímana / Make use of our services

Nú líður senn að lokum misseris og hvetjum við alla sem þurfa að skila skriflegum verkefnum á næstunni að bóka tíma fyrr en seinna hjá okkur í ritverinu á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Við veitum aðstoð við hvers kyns skrifleg verkefni, stór og smá, hvort sem það lýtur t.d. að skipulagi skrifa, efnisvinnu eða frágangi. Þjónustan er í boði fyrir alla nemendur HÍ, bókið tíma hér.
Ekki hika við að hafa samband á ritver@hi.is ef þið hafið frekari spurningar eða komist ekki á þeim tíma sem er í boði.

With only a few weeks left of this semester we encourage all students  to make use of the services provided by the writing center. We are happy to discuss all kinds of issues relating to academic writing and assist you with technical matters like word processing, templates and referencing. Click here to book appointments on the first floor of the National Library (Þjóðarbókhlaða). Please send us an e-mail (ritver@hi.is) if you need to meet with us but all the time slots are booked.

Share

Tvö námskeið í næstu viku: APA-kerfið og uppbygging ritgerða

Í næstu viku, mánudag og miðvikudag, stendur Ritver Hugvísindasviðs fyrir tveimur námskeiðum.

Á mánudaginn 24. október verður haldið námskeið um hinn svo kallaða APA-staðal um heimildaskráningu. APA-staðal er að finna í 6. útgáfu Publication Manual of the American Psychological Association (APA) sem eru útgáfureglur Samtaka bandarískra sálfræðinga. APA-staðallinn er notaður við margar deildir Háskóla Íslands. Hægt er að kynna sér staðalinn á Leiðbeiningavef ritvers Menntavísindasviðs.

Staður og stund:
Fyrirlestrarsalur Þjóðarbókhlöðunnar
Mánudagur 24. október kl. 12.00–13.00
Skráning fer fram HÉR

Miðvikudaginn 26. október verður síðan haldið námskeið um uppbyggingu ritgerða.  Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í byggingu og skipulagi ritgerða. Einkum verður hugað að þrískiptingu ritgerða, flæði textans, kaflaskiptingu, efnisafmörkun, sniði og stíl. Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem eru að skrifa stóra eða smáa ritgerð á þessu misseri.

Staður og stund:
Fyrirlestrarsalur Þjóðarbókhlöðunnar
Miðvikudagur 26. október kl. 12.00–13.00
Skráning fer fram HÉR

Share

Viðtalsfundir / Appointments

Við hvetjum alla nemendur HÍ til að nýta sér viðtalstímana sem ritverið býður upp á. Fyrir þá sem eru að hefja vinnu við lokaritgerðir getur verið gott að fá aðstoð við ýmsa mótunarvinnu, svo sem drög og byggingu efnis, efnisafmörkun, heimildavinnu, heimildaleit og svo framvegis. Við tökum einnig á móti nemendum með hvers kyns smærri verkefni, hvort sem um ræðir tæknilega aðstoð við uppsetningu eða skrifin sjálf. Smellið hér til þess að bóka tíma hjá ráðgjöfum okkar á 2. hæð á Þjóðarbókhlöðunni. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst (ritver@hi.is) ef þið þurfið að komast að en enginn tími er laus sem hentar.

We encourage all students at the university to make use of the services provided by the writing center. We are happy to discuss all kinds of issues relating to academic writing and assist you with technical matters like word processing, templates and referencing. Click here to book appointments on the first floor of the National Library (Þjóðarbókhlaða). Please send us an e-mail (ritver@hi.is) if you need to meet with us but all the time slots are booked.

Share

Námskeið: BA- og BS-ritgerðir: fyrstu skref

Miðvikudaginn 28. september verður haldið stutt námskeið um fyrstu skref við vinnu BA og BS-ritgerða. Námskeiðið er fyrir alla nemendur HÍ.

Þetta er kjörið námskeið fyrir þá sem eru að hefja vinnu við BA/BS-ritgerðir og stefna að skilum í janúar eða jafnvel næsta vor. Hér verður farið yfir hagnýt atriði sem auka líkurnar á því að vinnan fram undan verði markviss og árangursrík. Í upphafi er mikilvægt að huga að skipulagi, efnisafmörkun, vali á heimildum, hlutverki leiðbeinenda og markmiði með skrifum. Farið verður yfir öll þessi atriði og fleiri til að auðvelda nemendum fyrstu skrefin í smíði lokaritgerðar.

Staður: Þjóðarbókhlaðan, fyrirlestrarsalur 2. hæð
Stund: Miðvikudagur 28. september kl. 12.00–13.00
Skráning fer fram HÉR

Share