Námskeið: Lokaritgerðir í grunnnámi, fyrstu skref.

Miðvikudaginn 1. febrúar verður haldið stutt námskeið um fyrstu skref við vinnu lokaritgerða í grunnnámi. Námskeiðið er fyrir alla nemendur HÍ.

Þetta er kjörið námskeið fyrir þá sem eru að hefja vinnu við BA/BS/BEd.-ritgerðir og stefna að skilum í vor. Hér verður farið yfir hagnýt atriði sem auka líkurnar á því að vinnan fram undan verði markviss og árangursrík. Í upphafi er mikilvægt að huga að skipulagi, efnisafmörkun, vali á heimildum, hlutverki leiðbeinenda og markmiði með skrifum. Farið verður yfir öll þessi atriði og fleiri til að auðvelda nemendum fyrstu skrefin í smíði lokaritgerðar.

Staður: Þjóðarbókhlaðan, fyrirlestrarsalur 2. hæð.
Stund: Miðvikudagur 1. febrúar kl. 12.00–13.00.
Skráning fer fram HÉR

Share

Leave a Reply