Vinnustofur fyrir BA- og BS-ritgerðir

Á þessu misseri mun Ritver Hugvísindasviðs bjóða upp á vinnustofur fyrir nemendur sem eru að skrifa BA- eða BS-ritgerð. Vinnustofurnar eru opnar öllum nemendum Háskóla Íslands, óháð fræðasviði og námsgrein. Þær verða haldnar alls fjórum sinnum yfir misserið. Þar verður fjallað um helstu vandamál sem tengjast lokaritgerðum, t.d. efnisval, efnisafmörkun, heimildaskráningu, heimildaleit, textavinnu og fleira.

Nemendur geta valið um tvær tímasetningar, miðvikudagana 1. feb, 22. feb, 15. mars og 5. apríl kl. 16.00 eða fimmtudagana 2. feb, 23. feb, 16. mars og 6. apríl kl. 11.40.

Gert er ráð fyrir að á hverjum fundi verði fjallað um afmarkað efni eins og sýnt er hér að neðan en nemendum gefist einnig kostur á að deila reynslu sinni af ritgerðaskrifum og spyrja spurninga.

1. tími Reglur um BA-/BS-ritgerðir, efnisafmörkun og rannsóknarspurning
2. tími: Heimildir: leit, skráning og mat
3. tími: Glíman við textann
4. tími: Frágangur, yfirlestur og sniðmát

Skráning fer fram á ritver@hi.is eða með skilaboðum á Facebook síðu Ritvers Hugvísindasviðs og mælt með því að nemendur skrái sig sem fyrst því hámarskfjöldi á hvora vinnustofu er 15.

Share

Leave a Reply