Tvö námskeið í næstu viku: APA-kerfið og uppbygging ritgerða

Í næstu viku, mánudag og miðvikudag, stendur Ritver Hugvísindasviðs fyrir tveimur námskeiðum.

Á mánudaginn 24. október verður haldið námskeið um hinn svo kallaða APA-staðal um heimildaskráningu. APA-staðal er að finna í 6. útgáfu Publication Manual of the American Psychological Association (APA) sem eru útgáfureglur Samtaka bandarískra sálfræðinga. APA-staðallinn er notaður við margar deildir Háskóla Íslands. Hægt er að kynna sér staðalinn á Leiðbeiningavef ritvers Menntavísindasviðs.

Staður og stund:
Fyrirlestrarsalur Þjóðarbókhlöðunnar
Mánudagur 24. október kl. 12.00–13.00
Skráning fer fram HÉR

Miðvikudaginn 26. október verður síðan haldið námskeið um uppbyggingu ritgerða.  Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í byggingu og skipulagi ritgerða. Einkum verður hugað að þrískiptingu ritgerða, flæði textans, kaflaskiptingu, efnisafmörkun, sniði og stíl. Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem eru að skrifa stóra eða smáa ritgerð á þessu misseri.

Staður og stund:
Fyrirlestrarsalur Þjóðarbókhlöðunnar
Miðvikudagur 26. október kl. 12.00–13.00
Skráning fer fram HÉR

Share

Leave a Reply