Hugvísindaþing 2012

Hugvísindaþing Hugvísindastofnunar verður haldið dagana 9. og 10. mars. Þann 10. mars verða tvær málstofur sem tengjast máltækni: annars vegar Gagnagrunnar í málfræði og hins vegar Aðgengi að orðaforðanum.

Gagnagrunnar í málfræði
Laugardagur 10. mars kl. 10-12
Stofa 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Fyrirlesarar:

  • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði: Sögulegur íslenskur trjábanki og nýting hans
  • Jóhannes Gísli Jónsson, aðjunkt í málfræði og Matthew Whelpton, dósent í ensku: Gagnagrunnur um sagnflokka og táknun rökliða
  • Þórhallur Eyþórsson, fræðimaður hjá Málvísindastofnun: Greinir skáldskapar – gagnagrunnur um forníslenskan kveðskap
  • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði: Gagnagrunnur íslenska táknmálsins

Aðgengi að orðaforðanum
Laugardagur 10. mars kl. 13-14.30
Stofa 218 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Fyrirlesarar:

  • Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Orðaleit og flettimyndir
  • Kristín Bjarnadóttir, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Glíman við orðmyndirnar
  • Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Málheild sem hluti af orðabókarlýsingu
Frekari upplýsingar: 

 


Stafsetningarorðabókin nú aðgengileg á netinu

Stafsetningarorðabókin er nú aðgengileg á netinu á slóðinni  http://snara.is/bls/um/_staf.aspx

Þar segir þetta:

Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Ritstjóri verksins er Dóra Hafsteinsdóttir. Bókin er gefin út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í Stafsetningarorðabókinni eru ríflega 65.000 flettiorð og að auki um 8.000 undirflettiorð. Í bókinni er allur almennur orðaforði málsins, auk fjölda mannanafna, örnefna, ríkja- og þjóðaheita og orðaforða úr helstu fræðigreinum. Notendur geta fundið beygingar orða, séð notkunardæmi, ýmis algeng orðatiltæki og dæmi um rétta orðnotkun. Ýtarlegar ritreglur fylgja, settar fram á aðgengilegan hátt með fjölda dæma.

„Stafsetningarorðabókin er þarft verk og vandað, ómissandi handbók fyrir alla þá sem vilja vanda málfar sitt og framsetningu.“
Jón G. Friðjónsson / Morgunblaðið

„Hvernig er orðið kíkir í fleirtölu? Kíkirar? Kíkjar? Kíkar? Þegar stóra spurningin kom var gott að finna svarið á blaðsíðu 305.“
Andri Snær Magnason rithöfundur

 

Máltækni á degi íslenskrar tungu

Tveir merkisviðburðir á sviði máltækni verða í dag, degi íslenskrar tungu. Annars vegar mun frú Vigdís Finnbogadóttir kynna nýjar íslenskar talgervlaraddir fyrir Blindrafélagið og hins vegar kynnir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nýja veforðabók, ISLEX.

Dóra og Karl
Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn sextánda nóvember næst komandi, klukkan tvö, mun verða kynning á mikilvægum áfanga í talgervlaverkefni Blindrafélagsins. Enn þá mun verða kynnt fyrsta prufuútgáfan af nýju íslensku talgervlaröddunum: Karli og Dóru, sem pólska fyrirtækið Ivona er að smíða. Kynningin fer fram í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er verndari verkefnisins, mun setja spilun á röddunum af stað. Hér má heyra í Dóru og hér í Karli. Sjá einnig frekari upplýsingar á vef Blindrafélagsins.

ISLEX
Þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fer fram ráðstefna í tengslum við opnun íslensku-skandinavísku veforðabókarinnar ISLEX. Þar taka til máls Guðrún Kvaran, Þórdís Úlfarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Nina Martola, Bodil Aurstad, Eiríkur Rögnvaldsson og Ann Sandelin. Áður en stutt hlé verður gert á samkomunni fara fram pallborðsumræður. Dagskrá hefst svo að nýju klukkan fjögur þegar orðabókin verður opnuð formlega. Dagskráin fer fram á ýmsum Norðurlandamálum. Í lok dags verður boðið upp á léttar veitingar og þjóðlega tóna. Allir eru velkomnir. Sjá nánar hér.

Ný grein um máltækni

Í nýjasta hefti Hugrásar er grein eftir prófessor Eirík Rögnvaldsson sem nefnist Íslensk talkennsl og talgerving. Þar fjallar Eiríkur um tvö máltækniverkefni sem nú eru í vinnslu fyrir íslensku: annars vegar nýja talgervil Blindrafélagsins, sem pólska fyrirtækið Ivona vinnur við, og hins vegar talgreiniverkefnið Almannarómur, sem er samvinnuverkefni Google og Máltækniseturs. Greinina má lesa hér: http://www.hugras.is/2011/11/islensk-talkennsl-og-talgerving/

Máltæknifyrirlestur 8. nóvember

Fyrsti fyrirlestur Máltækniseturs á þessu háskólaári verður haldinn kl. 12-13 þriðjudaginn 8. nóvember, í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesari er Sigrún Ammendrup, M.A., og nefnist erindi hennar Multimodal conversation analysis of institutionalized political TV interview. Fyrirlesturinn byggist á meistaraprófsritgerð Sigrúnar og verður fluttur á ensku. Sigrún lýsir verkefninu svo:

This research presents a multimodal non-verbal conversation analysis performed on a typical institutionalized political TV interview. The focus is on facial, hand, and body gestures and their role in carrying out communicative functions such as feedback and how speakers know when it is their turn to speak. What we wanted to know is what non-verbal gesturers speakers of institutionalized interviews use and also, importantly now these gestures compare between cultures. This work is based on previous studies done in Greece and similar investigations in Europe for comparison between different cultures. In this research there was a comparison made between the Greek study and this one.

Sigrún Ammendrup lauk B.A.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 2007 og meistaraprófi í máltækni frá Háskóla Íslands nú í október, en meistaranámið var skipulagt af Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík í sameiningu. Auk þess tók Sigrún námskeið við Norræna máltækniháskólann (Nordic Graduate School of Language Technology, NGSLT).

Máltækni á norrænni ráðstefnu

Dagana 27. og 28. október heldur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum ráðstefnu um norræna tungu og menningu og skal sérstök athygli vakin á dagskrárliðnum Hvordan kan sprogteknologi fremme forskning, indlæring og kommunikation på de nordiske sprog sem hefst klukkan níu á föstudeginum. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um efni þessa dagskrárliðar sem fram fer í sal Þjóðminjasafnsins, en dagskrána í heild sinni má finna hér:

09:00 – 09:30 Professor Anju Saxena, Uppsala universitet: ITG: „ITG– korpus- och internetbaserat stödsystem för grammatikundervisning“.
09:30 – 10:00 Professor Jens Allwood, Göteborgs universitet: „En Nordisk databas för multimodala studier av ansikte-mot-ansikte kommunikation“.
10:00 – 10:30 Professor Lars Borin, Göteborgs universitet: „En infrastruktur för språkforskning och språkundervisning — Språkbankens nya korpus- och lexikoninfrastruktur“
10:30 – 10:50 Kaffi
10:50 – 11:20 Docent Peter Juel Henrichsen, Handelshøjskolen i København: „De nordiske sprog kontrastivt og anvendelsen af taleteknologi“.
11:20 – 11:40 Professor Birna Arnbjörnsdóttir, Háskóli Íslands: „Nordiske sprog online: muligheder der kan fremme internordisk kommunikation“.

 

 

Íslenska skýrslan – bráðabirgðagerð

Skýrsla um íslensku og íslenska máltækni sem unnin var á vegum META-NORD í vor hefur nú verið þýdd á íslensku og bráðabirgðagerð hennar sett á netið. Þeir sem vilja gera athugasemdir eða leiðréttingar við skýrsluna eru beðnir að hafa samband við Kristínu M. Jóhannsdóttur eða Eirík Rögnvaldsson.

Á næstunni verður skýrslan prentuð, enski og íslenski textinn í sama hefti.

Margtyngi Evrópusambandsins

Þriðjudaginn 4. október flytur Neil Munro fyrirlestur sem nefnist: „EU Multilingualism – the Communication Challenge“ / „Margtyngi Evrópusambandsins – prófraun í samskiptum“.

Neil Munro er þrautreyndur ráðstefnutúlkur sem starfar hjá Evrópusambandinu og túlkar þar af fjölda tungumála á ensku. Í erindinu ræðir Munro þá stefnu margtyngi sem við lýði er hjá Evrópusambandinu og hvaða prófraunir hún felur í sér fyrir túlkun og starfsemina almennt.

Fyrirlesturinn sem er öllum opinn er haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 16.

Íslensk máltækni í fjölmiðlum

Íslensk máltækni hefur verið óvenju áberandi í ljósvakamiðlum undanfarna viku. Í framhaldi af þátttöku Máltækniseturs í Vísindavöku Rannís hafa bæði RÚV og Stöð 2 birt fréttir af íslenskum talgreini sem Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur vinna að í samvinnu við Google. Þá var viðtal við stjórnarformann Máltækniseturs í Víðsjá á rás 1 í tilefni af fréttatilkynningu META-NORD á Íslandi vegna Evrópska tungumáladagsins.

Fréttatilkynning frá META-NET

Máltækni lækkar þröskulda milli tungumála og eflir málskilning

Í dag fagnar Evrópuráðið Evrópska tungumáladeginum og hvetur fólk í öllum 47 þátttöku­löndunum til þess að gleðjast yfir mállegum fjölbreytileik álfunnar. Sem þátttakandi í META-NET átakinu vill Máltæknisetur nota tækifærið til að vekja athygli á útgáfu ritraðar hvítbóka sem fjalla um félagslega, efnahagslega og tæknilega stöðu 30 Evrópumála, þar á meðal ís­lensku.

Evrópuráðið leggur ekki aðeins áherslu á mikilvægi tungumála í samfélagi okkar, sem verður sífellt fjöltyngdara, heldur einnig á þann efnahagslega ávinning sem fylgir fjöltyngi, til dæmis hreyfanleika vinnuafls. Hvítbókaröð META-NET sýnir fram á mikilvægt hlutverk tækninnar í Evrópu nútímans við að styðja og efla fjöltyngi, bæði í daglegri notkun og tungumálanámi.

Hvítbókin um íslensku bendir á að íslensk tunga er notuð á öllum sviðum þjóðlífsins; í menntakerfinu, viðskiptalífinu, stjórnsýslu og öllum almennum samskiptum. Í upplýsinga­samfélagi nútímans er því mjög mikilvægt að íslenskan sé nothæf og gjaldgeng innan upp­lýsingatækninnar. Íslensk máltækni er þó skammt á veg komin og nú eru næstum engin fyrirtæki að vinna á sviði máltækni enda telja þau það sem arðvænlegt vegna smæðar markaðarins. Því er gífurlega mikilvægt að halda áfram opinberum stuðningi við íslenska máltækni.

META-NET hvítbókaröðina má finna á vefnum undir http://www.meta-net.eu/whitepapers. Ritin eru öll á ensku enn sem komið er, en unnið er að þýðingu þeirra á þau mál sem um er fjallað. Íslenska skýrslan mun liggja fyrir á íslensku í byrjun október.