Þing Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum

Þing Íslenskrar málnefndar verður að þessu sinni um íslensku í tölvuheiminum. Þar verður m.a. fjallað um nýja talgreininn og nýja talgervilinn og Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um íslensku á stafrænni öld. Dagskrána í heild má sjá hér að neðan:

 

Íslenska á 21. öld

Þing Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum

þriðjudaginn 13. nóvember 2012 kl. 15–16.15
í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu

15.00   Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Setning
15.10   Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp
15.20   Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk tunga á stafrænni öld
15.30   Guðrún Kvaran: Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
15.40   Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins: Nýi íslenski talgervillinn
15.50   Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson tölvunarfræðingur: Talgreinir fyrir íslensku
16.05   Haraldur Bernharðsson: Ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012
16.15   Veitingar

Enn er ritað um stöðu máltækni á Íslandi í fjölmiðlum

Mbl.is ræddi við Eirík Rögnvaldsson sem sagði: „Aðalhættan er þessi að það vaxi hér upp kynslóð sem hefur það á tilfinningunni að íslenska sé gamaldags og ófullkomið tungumál sem henti ekki innan nýrrar tækni.“ Sjá meira á mbl.is:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/12/tungan_heldur_ekki_i_vid_taeknina/

Ruv.is fjallar líkar um máltækni vegna ályktunar Íslenskrar málnefndar í tengslum við dag íslenskrar tungu. Þar segir:  “Það er áhyggjuefni og áfall fyrir íslenska málstefnu að ný tækni á borð við spjaldtölvur og hugbúnað skuli vera innleidd í skólastarf á Íslandi án þess að gerðar séu ráðstafanir til að hægt sé að nota tæknina á íslensku.” Sjá meira á vef ruv.is:  http://ruv.is/frett/taeknin-gaeti-veikt-stodu-islenskunnar

Morgunblaðið fjallar um máltækniskýrslurnar

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um nýju máltækniskýrslurnar. Lesa má greinina hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/21/islenskan_naest_verst_stodd/

Rætt um nýja talgreininn í blöðunum

Hér eru nokkrar fleiri fréttir sem nýlega hafa birst í íslenskum fjölmiðlum um hinn nýja talgreini Google:

Vísir: http://visir.is/otrulegt-hve-hratt-google-laerdi-islensku/article/2012120909703

Morgunblaðið: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/29/simarnir_skilja_talada_islensku/ 

Rætt um máltækni á Vefnum

Á vef Háskóla Íslands var nýlega fjallað um íslenska máltækni og meðal annars rætt við Eirík Rögnvaldsson: http://www.hi.is/frettir/stort_skref_i_islenskri_malvernd.

Einnig er fjallað um máltækni á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins:  http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7034

Rætt um máltækni í Morgunútvarpinu

Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, Trausti Kristjánsson fyrrverandi starfsmaður hjá Google og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands litu við í Morgunútvarpinu og ræddu um nýja talgervilinn og talgreini Google:

http://www.ruv.is/morgunutvarpid/bylting-fyrir-islenska-tungu

Google skilur íslensku

Nú er hægt að nota íslenska raddleit í Google Search í Android símum. Það voru Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur sem í samstarfi við Google stóðu fyrir verkefninu Almannarómur þar sem rúmlega 123.000 íslenskum raddsýnum var safnað frá 563 einstaklingum. Google notaði síðan þessi raddsýni til að búa til talgreini fyrir íslensku. Því er nú hægt að tala við símann sinn og biðja hann um að leita að ákveðnum síðum í stað þess að slá inn leitarstrenginn.

Um þetta hefur verið fjallað í blaðagreinum í dag:

Mbl – http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/08/29/islenskan_komin_i_raddleit_google_2/

Vísir – http://www.visir.is/eyjafjallajokull—-google-skilur-nu-islensku/article/2012120828798

Sjá líka frétt um þetta frá september í fyrra: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV01882692-57CC-46DA-BB19-1FC73CF7491C

Er íslenskan í hættu vegna tækninnar

Prófessor Eiríkur Rögnvaldsson mætti í þáttinn Í Bítið á Bylgjunni og ræddi um stöðu íslenskrar máltækni. Viðtalið má heyra hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10981

Skýrsla um íslenska máltækni tilbúin

Nú er tilbúin lokagerð skýrslu um íslenska máltækni sem unnin var á vegum verkefnisins META-NET en Máltæknisetur tekur þátt í einu af undirverkefnum þess, META-NORD. Slíkar skýrslur hafa verið gerðar fyrir 30 Evrópumál og eru þær allar á tveim málum – ensku og því máli sem um er fjallað í hverri skýrslu. Það er bókaforlagið Springer sem gefur skýrslurnar út og eru þær væntanlegar á allra næstu vikum. Pdf útgáfa af íslensku skýrslunni er hins vegar nú þegar aðgengileg á vefnum og má hlaða henni niður hérna.

 

Málþing um máltækni

Þann 27. apríl mun META-NORD í samvinnu við Máltæknisetur og Íslenska málnefnd efna til málþings um íslenska máltækni. Hér að neðan er birt dagskrá ráðstefnunnar en frekari upplýsingar má finn á http://www.malfong.is/Malthing. Athugið að boðið verður upp á veggspjaldasýningu í kaffihlé og geta þeir sem áhuga hafa á að kynna verk sín haft samband við kmj@hi.is.

Dagskrá ráðstefnunnar

13.00 – Setning ráðstefnunnar: Guðrún Kvaran
13.05 – Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir
13.15 – Íslensk máltækni í evrópsku samhengi – META-NORD og META-NET: Eiríkur Rögnvaldsson
13.30 – Del eller dø?: Sabine Kirchmeier-Andersen
14.05 – Íslenska er málið: Tölvur og íslensk málstefna: Haraldur Bernharðsson
14.25 – Gagnasöfn frá sjónarhorni notandans: Kristín M. Jóhannsdóttir

14.50 – Kaffi og veggspjaldasýning

15.20 – Talgervlar og tungumál sem fáir tala: Kristinn Halldór Einarsson
15.40 – Almannarómur – Söfnun á íslensku talmáli fyrir talgreiningu: Jón Guðnason
16.00 – Samhengisháð ritvilluvörn: Jón Friðrik Daðason
16.20 – “Hér er ég, um ég, frá ég” – Mikilvægi fallbeygingar í leitarvélum: Jón Eðvald Vignisson
16.40 – Ráðstefnuslit