Author Archives: eirikur

Íslenskar síður á META-NET opnaðar

Nú hefur íslensk þýðing nokkurra síðna á META-NET-vefnum verið opnuð. Þetta eru eftirtaldar síður: META Um META Tengist! Verið með! Tengiliður META-NET Hlutverk META-VISION META-VISION META-SHARE META-SHARE META-RESEARCH Yfirlit

Málskýrslur gefnar út

Nú er verið að prenta málskýrslurnar sem hafa verið skrifaðar fyrir öll tungumál innan META-NET. Skýrslunum verður dreift á META-FORUM í Búdapest 27.-28. júní. Krækja í skýrslurnar verður sett hér inn um leið og þær eru tilbúnar.

Skráning á META-FORUM stendur yfir

Skráning á META-FORUM sem fer fram í Búdapest dagana 27. og 28. júní stendur nú yfir. Þar er mjög fjölbreytt dagskrá þar sem fjallað verður um máltækni frá ýmsum hliðum. Ræðumenn eru frá háskólum, rannsóknastofnunum, stjórnvöldum og fyrirtækjum. Allir áhugamenn um máltækni eru hvattir til að sækja ráðstefnuna. Hægt er að skrá sig á netinu …

Read more »

Vefur META-NORD á Íslandi opnaður

Vefur íslenska hluta META-NORD hefur verið opnaður á slóðinni http://vefir.hi.is/metanord. Hlutverk hans er að kynna verkefnið og gera grein fyrir framvindu þess. Á næstunni verður einnig tilbúin íslensk þýðing á ýmsum síðum á vef META-NET.