Author Archives: eirikur

Hugvísindaþing 2012

Hugvísindaþing Hugvísindastofnunar verður haldið dagana 9. og 10. mars. Þann 10. mars verða tvær málstofur sem tengjast máltækni: annars vegar Gagnagrunnar í málfræði og hins vegar Aðgengi að orðaforðanum. Gagnagrunnar í málfræði Laugardagur 10. mars kl. 10-12 Stofa 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands Fyrirlesarar: Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði: Sögulegur íslenskur trjábanki og nýting hans Jóhannes Gísli Jónsson, …

Read more »

Máltæknifyrirlestur 8. nóvember

Fyrsti fyrirlestur Máltækniseturs á þessu háskólaári verður haldinn kl. 12-13 þriðjudaginn 8. nóvember, í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesari er Sigrún Ammendrup, M.A., og nefnist erindi hennar Multimodal conversation analysis of institutionalized political TV interview. Fyrirlesturinn byggist á meistaraprófsritgerð Sigrúnar og verður fluttur á ensku. Sigrún lýsir verkefninu svo: This research presents a …

Read more »

Íslenska skýrslan – bráðabirgðagerð

Skýrsla um íslensku og íslenska máltækni sem unnin var á vegum META-NORD í vor hefur nú verið þýdd á íslensku og bráðabirgðagerð hennar sett á netið. Þeir sem vilja gera athugasemdir eða leiðréttingar við skýrsluna eru beðnir að hafa samband við Kristínu M. Jóhannsdóttur eða Eirík Rögnvaldsson. Á næstunni verður skýrslan prentuð, enski og íslenski …

Read more »

Margtyngi Evrópusambandsins

Þriðjudaginn 4. október flytur Neil Munro fyrirlestur sem nefnist: „EU Multilingualism – the Communication Challenge“ / „Margtyngi Evrópusambandsins – prófraun í samskiptum“. Neil Munro er þrautreyndur ráðstefnutúlkur sem starfar hjá Evrópusambandinu og túlkar þar af fjölda tungumála á ensku. Í erindinu ræðir Munro þá stefnu margtyngi sem við lýði er hjá Evrópusambandinu og hvaða prófraunir hún felur í sér fyrir túlkun …

Read more »

Íslensk máltækni í fjölmiðlum

Íslensk máltækni hefur verið óvenju áberandi í ljósvakamiðlum undanfarna viku. Í framhaldi af þátttöku Máltækniseturs í Vísindavöku Rannís hafa bæði RÚV og Stöð 2 birt fréttir af íslenskum talgreini sem Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur vinna að í samvinnu við Google. Þá var viðtal við stjórnarformann Máltækniseturs í Víðsjá á rás 1 í tilefni af fréttatilkynningu …

Read more »

Fréttatilkynning frá META-NET

Máltækni lækkar þröskulda milli tungumála og eflir málskilning Í dag fagnar Evrópuráðið Evrópska tungumáladeginum og hvetur fólk í öllum 47 þátttöku­löndunum til þess að gleðjast yfir mállegum fjölbreytileik álfunnar. Sem þátttakandi í META-NET átakinu vill Máltæknisetur nota tækifærið til að vekja athygli á útgáfu ritraðar hvítbóka sem fjalla um félagslega, efnahagslega og tæknilega stöðu 30 …

Read more »

Aðgerðaáætlun tilbúin

Einn helsti verkþátturinn í META-NORD felst í kynningu á máltækni og möguleikum hennar fyrir stjórnvöldum, fyrirtækjum og ekki síst almenningi. Í þeim tilgangi hefur verið samin aðgerðaáætlun (action plan), bæði fyrir META-NORD svæðið í heild og einstök lönd þess. Þessari áætlun var skilað til Evrópusambandsins í lok júlí. Hún verður svo endurskoðuð í lok verktímans, …

Read more »

Unnið að talgervingu og talgreiningu

Tvö íslensk máltækniverkefni á sviði talmáls eru nú að komast á skrið.  Annað er talgervlaverkefni Blindrafélagsins sem hefur verið í undirbúningi síðan í fyrra. Samið hefur verið við pólska fyrirtækið IVONA um smíði talgervilsins. Upptökur tveggja radda fara fram í ágúst og frumgerð talgervilsins á að vera tilbúin í haust. Hitt verkefnið er íslensk talgreining …

Read more »

Málskýrslur aðgengilegar á netinu

Málskýrslur (Language whitepapers) um 29 Evrópumál sem META-NET hefur látið gera á undanförnum mánuðum eru nú aðgengilegar á netinu. Í skýrslunum er fjallað almennt um sérkenni hvers máls, stöðu þess í samfélaginu, málstefnu og málrækt, nýjungar í málinu, þátt þess í menntakerfinu, o.fl. Megintilgangur skýrslnanna er þó að gera grein fyrir þeim máltæknibúnaði sem til …

Read more »

META-FORUM að hefjast

META-FORUM ráðstefnan í Búdapest hefst í dag, mánudaginn 27. júní, og lýkur á morgun. Gefin hefur verið út fréttatilkynning um ráðstefnuna á fjölmörgum málum, þar á meðal íslensku.