Hugvísindaþing 2012

Hugvísindaþing Hugvísindastofnunar verður haldið dagana 9. og 10. mars. Þann 10. mars verða tvær málstofur sem tengjast máltækni: annars vegar Gagnagrunnar í málfræði og hins vegar Aðgengi að orðaforðanum.

Gagnagrunnar í málfræði
Laugardagur 10. mars kl. 10-12
Stofa 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Fyrirlesarar:

  • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði: Sögulegur íslenskur trjábanki og nýting hans
  • Jóhannes Gísli Jónsson, aðjunkt í málfræði og Matthew Whelpton, dósent í ensku: Gagnagrunnur um sagnflokka og táknun rökliða
  • Þórhallur Eyþórsson, fræðimaður hjá Málvísindastofnun: Greinir skáldskapar – gagnagrunnur um forníslenskan kveðskap
  • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði: Gagnagrunnur íslenska táknmálsins

Aðgengi að orðaforðanum
Laugardagur 10. mars kl. 13-14.30
Stofa 218 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Fyrirlesarar:

  • Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Orðaleit og flettimyndir
  • Kristín Bjarnadóttir, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Glíman við orðmyndirnar
  • Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Málheild sem hluti af orðabókarlýsingu
Frekari upplýsingar: 

 


Comments are closed.