Stafsetningarorðabókin nú aðgengileg á netinu

Stafsetningarorðabókin er nú aðgengileg á netinu á slóðinni  http://snara.is/bls/um/_staf.aspx

Þar segir þetta:

Stafsetningarorðabókin er hin opinbera réttritunarorðabók um íslensku. Ritstjóri verksins er Dóra Hafsteinsdóttir. Bókin er gefin út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í Stafsetningarorðabókinni eru ríflega 65.000 flettiorð og að auki um 8.000 undirflettiorð. Í bókinni er allur almennur orðaforði málsins, auk fjölda mannanafna, örnefna, ríkja- og þjóðaheita og orðaforða úr helstu fræðigreinum. Notendur geta fundið beygingar orða, séð notkunardæmi, ýmis algeng orðatiltæki og dæmi um rétta orðnotkun. Ýtarlegar ritreglur fylgja, settar fram á aðgengilegan hátt með fjölda dæma.

„Stafsetningarorðabókin er þarft verk og vandað, ómissandi handbók fyrir alla þá sem vilja vanda málfar sitt og framsetningu.“
Jón G. Friðjónsson / Morgunblaðið

„Hvernig er orðið kíkir í fleirtölu? Kíkirar? Kíkjar? Kíkar? Þegar stóra spurningin kom var gott að finna svarið á blaðsíðu 305.“
Andri Snær Magnason rithöfundur

 

Comments are closed.