Ný grein um máltækni

Í nýjasta hefti Hugrásar er grein eftir prófessor Eirík Rögnvaldsson sem nefnist Íslensk talkennsl og talgerving. Þar fjallar Eiríkur um tvö máltækniverkefni sem nú eru í vinnslu fyrir íslensku: annars vegar nýja talgervil Blindrafélagsins, sem pólska fyrirtækið Ivona vinnur við, og hins vegar talgreiniverkefnið Almannarómur, sem er samvinnuverkefni Google og Máltækniseturs. Greinina má lesa hér: http://www.hugras.is/2011/11/islensk-talkennsl-og-talgerving/

Comments are closed.