Margtyngi Evrópusambandsins

Þriðjudaginn 4. október flytur Neil Munro fyrirlestur sem nefnist: „EU Multilingualism – the Communication Challenge“ / „Margtyngi Evrópusambandsins – prófraun í samskiptum“.

Neil Munro er þrautreyndur ráðstefnutúlkur sem starfar hjá Evrópusambandinu og túlkar þar af fjölda tungumála á ensku. Í erindinu ræðir Munro þá stefnu margtyngi sem við lýði er hjá Evrópusambandinu og hvaða prófraunir hún felur í sér fyrir túlkun og starfsemina almennt.

Fyrirlesturinn sem er öllum opinn er haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 16.

Comments are closed.