Íslensk máltækni í fjölmiðlum

Íslensk máltækni hefur verið óvenju áberandi í ljósvakamiðlum undanfarna viku. Í framhaldi af þátttöku Máltækniseturs í Vísindavöku Rannís hafa bæði RÚV og Stöð 2 birt fréttir af íslenskum talgreini sem Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur vinna að í samvinnu við Google. Þá var viðtal við stjórnarformann Máltækniseturs í Víðsjá á rás 1 í tilefni af fréttatilkynningu META-NORD á Íslandi vegna Evrópska tungumáladagsins.

Comments are closed.