Fréttatilkynning frá META-NET

Máltækni lækkar þröskulda milli tungumála og eflir málskilning

Í dag fagnar Evrópuráðið Evrópska tungumáladeginum og hvetur fólk í öllum 47 þátttöku­löndunum til þess að gleðjast yfir mállegum fjölbreytileik álfunnar. Sem þátttakandi í META-NET átakinu vill Máltæknisetur nota tækifærið til að vekja athygli á útgáfu ritraðar hvítbóka sem fjalla um félagslega, efnahagslega og tæknilega stöðu 30 Evrópumála, þar á meðal ís­lensku.

Evrópuráðið leggur ekki aðeins áherslu á mikilvægi tungumála í samfélagi okkar, sem verður sífellt fjöltyngdara, heldur einnig á þann efnahagslega ávinning sem fylgir fjöltyngi, til dæmis hreyfanleika vinnuafls. Hvítbókaröð META-NET sýnir fram á mikilvægt hlutverk tækninnar í Evrópu nútímans við að styðja og efla fjöltyngi, bæði í daglegri notkun og tungumálanámi.

Hvítbókin um íslensku bendir á að íslensk tunga er notuð á öllum sviðum þjóðlífsins; í menntakerfinu, viðskiptalífinu, stjórnsýslu og öllum almennum samskiptum. Í upplýsinga­samfélagi nútímans er því mjög mikilvægt að íslenskan sé nothæf og gjaldgeng innan upp­lýsingatækninnar. Íslensk máltækni er þó skammt á veg komin og nú eru næstum engin fyrirtæki að vinna á sviði máltækni enda telja þau það sem arðvænlegt vegna smæðar markaðarins. Því er gífurlega mikilvægt að halda áfram opinberum stuðningi við íslenska máltækni.

META-NET hvítbókaröðina má finna á vefnum undir http://www.meta-net.eu/whitepapers. Ritin eru öll á ensku enn sem komið er, en unnið er að þýðingu þeirra á þau mál sem um er fjallað. Íslenska skýrslan mun liggja fyrir á íslensku í byrjun október.

 

Comments are closed.