Unnið að talgervingu og talgreiningu

Tvö íslensk máltækniverkefni á sviði talmáls eru nú að komast á skrið.  Annað er talgervlaverkefni Blindrafélagsins sem hefur verið í undirbúningi síðan í fyrra. Samið hefur verið við pólska fyrirtækið IVONA um smíði talgervilsins. Upptökur tveggja radda fara fram í ágúst og frumgerð talgervilsins á að vera tilbúin í haust.

Hitt verkefnið er íslensk talgreining sem Google stendur fyrir í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og Máltæknisetur. Ætlunin er að taka upp lestur 200 málhafa á 500 yrðingum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni Almannarómur.

Comments are closed.