Málskýrslur aðgengilegar á netinu

Málskýrslur (Language whitepapers) um 29 Evrópumál sem META-NET hefur látið gera á undanförnum mánuðum eru nú aðgengilegar á netinu. Í skýrslunum er fjallað almennt um sérkenni hvers máls, stöðu þess í samfélaginu, málstefnu og málrækt, nýjungar í málinu, þátt þess í menntakerfinu, o.fl.

Megintilgangur skýrslnanna er þó að gera grein fyrir þeim máltæknibúnaði sem til er fyrir hvert mál, og greina styrkleika hans og veikleika. Skýrslurnar eru allar á ensku, en þær verða síðan þýddar á viðkomandi mál. Nú er unnið að þýðingu íslensku skýrslunnar og verður hún tilbúin á næstu vikum.

Leave Your Comment

Your email will not be published or shared. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*