META-NORD lokið

META-NORD verkefninu er nú opinberlega lokið. Margt hefur áunnist á þessum tíma hér í íslenska verkefnishópnum. Þar má nefna skýrsluna um stöðu íslensku á stafrænni öld, vefsíðuna málföng.is, íslenskt efni í META-SHARE, veglegt málþing og almennt aukna vitund um stöðu máltækni á Íslandi.

Aðeins meira um Skramba

Jón Friðrik var í þættinum Okkar á milli á Rás 1 og sagði frá Skramba. Hér er slóðin: http://www.ruv.is/menning/skrambi-finn

Mörður skrifar um máltækni

Mörður Árnason, sem nýlega hóf umræðu á Alþingi um stöðu íslenskrar máltækni,  skrifaði nýlega um íslensku og máltækni í grein sem birtist í Pressunni.

 

Íslensk tunga í blöðunum

Íslensk tunga á stafrænni öld var rædd á Alþingi Íslendinga í gær að frumkvæði Marðar Árnasonar. Rætt var um umræðurnar í fjölmiðlum.

Hér má lesa fréttina á RÚV
Hér má lesa fréttina á Morgunblaðinu

 

Íslensk tunga á stafrænni öld rædd á Alþingi

Íslensk tunga á stafrænni öld var rædd á Alþingi Íslendinga í gær að frumkvæði Marðar Árnasonar. Rætt var um umræðurnar í fjölmiðlum.

Hér má lesa fréttina á RÚV 

Hér má lesa fréttina á Morgunblaðinu

 

Kristín og Jón kynna Skramba í útvarpinu

Kristín Bjarnadóttir og Jón Friðrik Daðason, sem nýlega fengu fyrstu verðlaun í Hagnýtingarkeppni Háskóla Íslands fyrir leiðréttingarforritið Skramba, kynntu forritið á tveim útvarpsstöðvum í vikunni.

Hér er viðtalið við þau Í bítinu á Bylgunni.

Og hér er viðtal við þau í Morgunútvarpi Rásar 2.
(Umfjöllunin hefst þegar tíminn sýnir u.þ.b. 106:30.)

Viðurkenninngar Íslenskrar málnefndar fara til frumkvöðla í máltækni

Á þingi Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum sem haldið var þriðjudaginn 13. nóvember 2012 voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Kristinn Halldór Einarsson hlaut viðurkenningu fyrir að hafa frumkvæði að og forystu um gerð nýs íslensks talgervils en um nýja talgervil Blindrafélagsins hefur áður verið fjallað á þessum síðum. Þá hlutu Jón Guðnason, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson frumkvöðull og aðjunkt við Háskólann í Reykjavík viðurkenningu fyrir framlag sitt til nýs talgreinis fyrir íslensku, en um hann hefur einnig verið rætt hér.

Meira má lesa og sjá um þetta á vef Árnastofnunar og á vef Sjónvarpsins

Kristín og Jón fá verðlaun fyrir Skramba

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í 14. sinn í gær við hátíðlega athöfn. Fyrstu verðlaun fengu Jón Friðrik Daðason tölvunarfræðingur og Kristín Bjarnadóttir, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar fyrir leiðréttingartólið Skramba.  Skrambi er leiðréttingarforrit sem greinir texta málfræðilega og finnur rétta stafsetningu orða út frá samhengi hans. Þannig getur forritið t.d. ákvarðað hvort skrifa eigi „leiti“ eða „leyti“.

Fyrsta útgáfa Skramba er áætluð á markað í febrúar 2013 og er stefnan að þróa það sem viðbót við ritvinnsluforrit. Nánar má lesa um Skramba og verðlaunaafhendinguna á vefnum student.is.

 

Dóra komin á mbl.is

“Nú er hægt að láta veflesarann Dóru, nýja íslenska talgervilsrödd sem er önnur af tveimur röddum talgervilsverkefnis Blindrafélagsins, lesa fyrir sig efni á Mbl.is.” Morgunblaðið skrifar um þetta í dag og ekki er aðeins hægt að lesa fréttina heldur má einnig hlusta á hana:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/16/dora_komin_a_mbl_is/

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni er mikið fjallað um íslenska tungu í fjölmiðlum og málþing haldin.

Leiðari Fréttablaðsins í dag er um íslenska máltækni og má finna hér:
http://www.visir.is/geturdu-talad-vid-tolvuna-thina-/article/2012711169903

Þá skrifar Helgi Hjörvar alþingismaður um máltækni, einnig í Fréttablaðið:
http://visir.is/islensk-tungutaekni/article/2012711169955

Á þriðjudaginn var hélt Íslensk málnefnd upp á daginn með málþingi um íslenska tungu, eins og áður hefur komið fram á þessum vef. Í gær var sameiginlegt málþing Íslenska málfræðifélagsins, Samtaka móðurmálskennara, Rannsóknastofu í íslenskum fræðum og íslenskukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Málvísindastofnunar við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Yfirskriftin var ‘Víst er málfræði skemmtileg’ og markmiðið með málþinginu var að efna til umræðu um kennsluaðferðir og áherslur í málfræðikennslu þar sem sköpun er höfð að leiðarljósi.  Í dag er svo málþing Mímis, félags íslenskunema við Háskóla Íslands og má sjá dagskrána hér:

Dagskrá:

Er hrakspá Rasks að rætast?

Hugleiðingar um sótt og stafrænan dauða íslenskunnar

Eiríkur Rögnvaldsson – prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Segulljóð – forrit til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið

Friðrik Magnússon og Guðný Þorsteinsdóttir – frumkvöðlar hjá Ís-leikir ehf.

Upplestur

Dagur Hjartarson

Upplestur

Einar Kárason

Hlé

Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar, Ölgerðarinnar, Norðlenska og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

App eða stefja – þurfum við nýyrði?

Ágústa Þorbergsdóttir – verkefnisstjóri á málræktarsviði Árnastofnunar

Hvernig er málvernd innan fjölmiðla háttað í reynd?

Magnús Teitsson – prófarkalesari

Tökusagnir: sterk beyging, sterkt mál!

Kristján Gauti Karlsson – formaður Mímis, félags íslenskunema

Íslensk textagerð rís á ný

Valur Snær Gunnarsson – rithöfundur og blaðamaður

Tónlist

Svavar Knútur – tónlistarmaður með meiru