Íslenska

Velkomin á vefsíðu Dr. Phil. Dóru S. Bjarnason prófessor í félagsfræði og (sér)kennslufræðum/skóla margbreytileikans.

Dóra er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og er sem stendur að vinna að tveimur rannsóknum, annarsvegar að rannsókn á viðhorfum foreldra fatlaðra barna og ungmenna til formlegs og óformlegs stuðnings og hinsvegar að rannsókn á skóla án aðgreiningar. Hún er einnig ábyrgðarmaður Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

Rannsóknastofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), stofnuð 2008
Rannsóknarstofan einbeitir sér að þverfaglegum rannsóknum og þróunarstarfi á sviði skóla án aðgreiningar. Hlutverk og markmið RSÁA eru m.a.:

  • Að efla og stunda rannsóknir og þróunarstarf á sviði skóla án aðgreiningar.
  • Að miðla þekkingu og veita ráðgjöf á sviðinu til skóla, stofnanna og stefnumótenda.
  • Að efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu.
  • Að hvetja háskólanemendur í rannsóknar- og þróunarverkefnum á framhaldsstigi og skapa þeim aðstöðu til að stunda rannsóknir á sviðinu.
  • Að standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu.

 

Megináhersla er lögð á rannsóknir sem varða menntastefnuna skóla án aðgreiningar, á reynslu, kennslufræði og vinnubrögð  kennara og annars starfsfólks, nemenda og stjórnenda í skólum sem leitast við að byggja á stefnunni. Enn fremur höfum við lagt áherslu á rannsóknir sem taka til foreldra og fjölskyldna fatlaðra barna, ungmenna, og fullorðinna. Við höfum staðið fyrir eigin málþingum flest árin frá 2008, en einnig verið í samstarfi um slíkt við aðrar rannsóknarstofur.  og boðið erlendum og innlendum fyrirlesurum. Jafnframt tekur stofan að sér þjónustuverkefni fyrir Mennta og menningarmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg, gefur umsagnir um lagafrumvörp og fleira þegar eftir er leitað, og veitir ýmsum aðilum aðilum svo sem foreldrum, kennurum og öðru skólafólki upplýsingar um málefni sem varða fagsvið hennar. Árið 2013 héldum við Málþing: Skóli margbreytileikans, Möguleikar og mótsagnir þann 30. mai. Aðalfyrirlesarar voru Prof. Emerítus L. Barton frá London University og Prof. Julie Allan frá Birmingham University.  Hátt á þriðja hundrað manns sótti málþingið. Í undirbúningi er útgáfa ritrýndrar bókar um menntastefnuna og þætti sem hana varðar. Væntanlega kemur hún út 2015. Þá birtu kennarar ýmist einn eða fleiri saman sem og doktors- og meistaranemar greinar í erlendum og innlendum ritrýndum tímaritum. Dóra S. Bjarnason er í ritstjórn tveggja alþjóðlegra tímarita og er einnig í dómnefnd UNESCOvegna alþjóðlegra verlðauna -UNESCO/Emir Jaber al-Ahmad al-Jaber al-Sabah Prize.

Rannsóknastofan á í samstarfi við aðila utan HÍ, sem m.a endurspeglast í því að í stjórn stofunnar eru þrír akademískir starfsmenn Menntavísindasviðs HÍ, einn frá Háskólanum á Akureyri, auk eins nemanda í sérkennslufræðum á meistarastigi við HÍ.  Stjórnin hefur ráðgjafa sér til halds og trausts sem er fatlaður einstaklingur með menntun á sviði þroskaþjálfunar. Aðalfundur 2014 er framundan.

Rannsóknastofan hefur ekki launaðan starfsmann og afar þröng fjárráð.  Rannsóknastyrkir akademiskra starfsmanna standa að hluta undir rannsóknastarfsemi, auk þess sem stofan hefur fengið einstaka styrki og tekjur af þjónustuverkefnum.

Fötlunarpólitík: stefnumótun, framkvæmd og velferðarþjóðfélagið. Frá 2003

Rannsókn á aðstæðum þroskaheftra skólanema með Gretari Marinóssyni og fleirum. Frá 2003

Eigindleg rannsókn á reynslu fatlaðra ungmenna á Íslandi af námi og félagslífi við upphaf nýrrar aldar. 1999-2002

Fjölskyldur fatlaðra barna. Frá 1998.

Íslenskir skólar og skólastefna skóla án aðgreingingar frá 1995.

Hér til hægri getur þú valið undirsíður með upplýsingum um skrif og störf Dóru.

Til að ná sambandi við Dóru sjálfa má senda tölvupóst á dsb(hjá)hi.is.